Menu

Framúrskarandi fyrirtæki í framleiðslu á endurvinnanlegum plastumbúðum

Um Bergplast

Bergplast er framúrskarandi fyrirtæki sem hefur starfað í nær þrjá áratugi

Bergplast sérhæfir sig í framleiðslu á endurvinnanlegum plastumbúðum fyrir matvæli ásamt því að framleiða vörur fyrir innlendan rafmagns- og byggingaiðnað. Auk framleiðslunnar býður Bergplast upp á hönnun, ráðgjöf og aðstoð við vöruþróun auk sérsniðinna lausna fyrir viðskiptavini.

Hjá Bergplasti ehf. starfa á annan tug starfsmanna með fjölbreyttan bakgrunn, þekkingu og reynslu. Fyrirtækið leggur áherslu á að hlúa vel að starfsfólki sínu og telur mikilvægt að skapa gott og skemmtilegt starfsumhverfi og stuðla að markvissri starfsþróun starfsmanna sinna.

Vélakostur Bergplasts í dag samanstendur meðal annars af sprautusteypu-vélum, háþróuðum róbótum og hitaformunarvélum.

Saga Bergplast

Bergplast var stofnað árið 1996 og hefur allt frá stofnun vaxið hratt. Árið 2009 keypti félagið fyrrv. plastframleiðslu Reykjalundar og sameinaði hluta af þeirri einingu rekstri Bergplasts í nýju verksmiðjuhúsnæði að Breiðhellu í Hafnarfirði. Bergplast ehf. er í dag leiðandi fyrirtæki á sínu sviði á Íslandi þar sem nýjustu tækni og vélarkosti er beitt við framleiðsluna.

  • 1996

    Árið sem Bergplast var stofnað.

  • 20+

    Hjá okkur starfar á annan tug starfsmanna með yfir 30 ára reynslu og þekkingu.

  • 30

    Bergplast samanstendur af 30 starfsmönnum.

Tölum um gæði og 100% endurvinnanlegar umbúðir