Menu

Hvernig endurvinnum við

Íslensk framleiðsla og samstarf við Sorpu

Bergplast hefur í nær þrjá áratugi framleitt íslenskar endurvinnanlegar plastumbúðir, en með því að framleiða vörur úr endurvinnanlegu plasti á Íslandi sparast mikið í flutningi og þar af leiðandi minnkar kolefnisfótspor umbúða mikið. Einn gámur af einþátta hráefni er til að mynda eins og níu gámar af fullunnum umbúðum undir t.d. skyr. Það þýðir að vara Bergplasts er með 9x lægra kolefnisfótspor en fullunnar innfluttar vöru.

Allur úrgangur sem fellur til við framleiðslu okkar er 100% endurvinnanlegur. Bergplast getur framleitt ýmsar vörur úr endurunnu plasti meðal annars fyrir byggingariðnaðinn, en þar má helst nefna hornastoðir sem og snjóbræðsluklemmur.

Umbúðir sem að Bergplast framleiðir geta eignast framhaldslíf, en einungis ef að þeim er skilað til endurvinnslustöðva. Bergplast hefur því hafið samstarf með Sorpu sem komið hefur fyrir tunnum á endurvinnslustöðvum Sorpu þar sem að hægt er að skila umbúðum okkar til endurvinnslu.

Veljum íslenska framleiðslu og stuðlum að atvinnuuppbyggingu og nýsköpun.

Tölum um gæði og 100% endurvinnanlegar umbúðir