Efni sem notuð eru í framleiðsluvörur Bergplasts lúta ströngum reglum efnisinnihald.
Bergplast framleiðir margskonar vörur fyrir matvælaiðnaðinn. Fyrirtækið veitir ráðgjöf við hönnun og vöruþróun, allt frá hugmynd að fullunninni vöru.
Bergplast framleiðir margskonar vörur fyrir rafmagns- og byggingaiðnaðinn. Fyrirtækið veitir ráðgjöf við hönnun og vöruþróun, allt frá hugmynd að fullunninni vöru.
Til að ná árangri í harðri samkeppni á markaði skiptir útlit vöruumbúða miklu. Hér er það sem steypumerking er framúrskarandi valkostur í stað hefðbundinna aðferða við merkingu umbúða. Við steypumerkingu er háþróaðri tækni beitt við merkingu. Fullhönnuð merking á miða er staðsett beint í plaststeypumót með sérstökum robot. Útkoman er full merkt vara sem er tilbúin til afgreiðslu um leið og umbúðin er steypt.
Hitaformun er framleiðsluferli sem breytir forhitaðri plastfilmu í formaðar umbúðir. Hitaformun er frábrugðin annars konar mótunarvinnslu úr plasti, aðferðin er aðallega notuð í framleiðslu á einnota umbúðum sem eru lítið eða óverulega merktar.
Ert þú með hugmynd sem þú vilt þróa og hrinda í framkvæmd?
Við erum alltaf til í að heyra nýjar hugmyndir. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig.