Menu

Einþátta og tvíþátta umbúðir

Einþátta og tvíþátta umbúðir

Einþátta og margþátta umbúðir – Neytendur og stjórnvöld kalla eftir gegnsæi í endurvinnslu plastumbúða sem settar eru á markað í dag.

Neytendur og stjórnvöld í dag kalla eftir einþátta umbúðum, en þeir álita það sem eitt af stærstu umhverfimálum samtímans. Það hefur leitt til þess að umhverfislög hafa verið hert til muna ásamt því að samþykkt hefur verið að auka þurfi endurvinnsluhlutfallið. Samkvæmt ESB þýðir þetta að fyrir árið 2030 þurfa allar plastumbúðir sem settar eru á markað að vera annað hvort endurnýtanlegar eða endurvinnanlegar á sem hagvæmasta máta. Árið 2018 kynnti ESB áætlun um plast í hringrásarhagkerfinu, en fyrir það voru margþátta umbúðir mjög vandlega skoðaðar. Niðurstaða þeirra var sú að þeir töldu margþátta umbúðir vera eitt af helstu umhverfisvandamálunum ásamt því að telja að í framtíðinni muni endurvinnsluhutfall takmarkast verulega, þar sem að margþátta umbúið hafa litla sem enga endurvinnsluhæfni.

Er lausnin margþátta umbúðir eða eru einþátta umbúðir hagkvæmastar fyrir hringrásarhagkerfið ?

Ein af forsendum þess að einþátta umbúðir eru taldar vera betri en margþátta umbúðir er vegna þess að einþátta umbúðir er hægt að mala niður og endurnýta hráefnið. Annað má segja um margþátta umbúðir, en þær eru brenndar eða urðaðar og hafa því lélega endurvinnsluhæfni sem vinnur þvert á móti tilgangi hringrásarhagkerfisins.

Ef endurvinna á margþættar umbúðir þarf að notast við verulega sértæka flokkun, en það er nauðsynlegt svo hægt sé að uppfylla þau vörugæði sem að neytandinn krefst. Flokkun á margþættum umbúðum er bæði flókin sem og kostnaðarsöm ásamt því að verulegt magn af orku þarf að nota til þess að aðskilja efnin frá hvor öðru í þeim umbúðum. Þess vegna lenda margþátta umbúðir nær undantekningarlaust annað hvort í urðun eða brennslu.

Mikil nýsköpun í plastumbúðum hefur átt sér stað undanfarin ár, en því miður helst flokkun og endurvinnsla á margþátta umbúðum ekki í hendur við þá nýsköpun. Núverandi flokkunar- og endurvinnslukerfi miða að endurvinnslu á einþátta efnum. Það er þess vegna sem að margþátta umbúðir eru óendurvinnanlegar. Blöndun á efnum veldur því að endurvinnsla á margþátta umbúðum verður ekki raunhæf, en eins og fram hefur komið þarf flóknar aðferðar til þess að aðskilja efnin frá hvor öðru.

Með því að mala niður einþátta plast, er hægt að endurvinna það til þess að framleiða ýmsar aðrar vörur en þær voru upphaflega gerðar fyrir. Það skýrir sig sjálft að með því að nota einþátta plastefni er hægt að draga verulega úr urðun og brennslu, en þangað liggur leið margþátta umbúða beinustu leið.  

Tölum um gæði og 100% endurvinnanlegar umbúðir