Menu

Þjónusta

Bergplast kappkostar að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu. Þjónusta félagsins er því ávallt í mótun eftir umfangi og þörfum viðskiptavina.

  • Framleiðsla og sala á plastumbúðum

    Efni sem notuð eru í framleiðsluvörur Bergplasts lúta ströngum reglum efnisinnihald.

    Bergplast framleiðir margskonar vörur fyrir matvælaiðnaðinn. Fyrirtækið veitir ráðgjöf við hönnun og vöruþróun, allt frá hugmynd að fullunninni vöru.

  • Framleiðsla og sala á vörum fyrir rafmagns- og byggingaiðnaðinn

    Bergplast framleiðir margskonar vörur fyrir rafmagns- og byggingaiðnaðinn. Fyrirtækið veitir ráðgjöf við hönnun og vöruþróun, allt frá hugmynd að fullunninni vöru.

  • Hönnun, ráðgjöf og aðstoð við vöruþróun

  • Sérsniðnar lausnir fyrir viðskiptavini

Framleiðslutækni

Plaststeyputækni

Til að ná árangri í harðri samkeppni á markaði skiptir útlit vöruumbúða miklu. Hér er það sem steypumerking er framúrskarandi valkostur í stað hefðbundinna aðferða við merkingu umbúða. Við steypumerkingu er háþróaðri tækni beitt við merkingu. Fullhönnuð merking á miða er staðsett beint í plaststeypumót með sérstökum robot. Útkoman er full merkt vara sem er tilbúin til afgreiðslu um leið og umbúðin er steypt.

Kostir þess að nota steypumerkingatækni:
  • Steypumerking tryggir framúrskarandi gæði í merkingu plastumbúða sem ekki er hægt að ná fram með hefðbundinni prentun.
  • Með steypumerkingatækni er hægt að merkja alla (fimm) ytri fleti umbúðar í einni aðgerð.
  • Ódýr kostur fyrir mikil gæði

Hitaformunartækni (thermoforming)

Hitaformun er framleiðsluferli sem breytir forhitaðri plastfilmu í formaðar umbúðir. Hitaformun er frábrugðin annars konar mótunarvinnslu úr plasti, aðferðin er aðallega notuð í framleiðslu á einnota umbúðum sem eru lítið eða óverulega merktar.

Aðferð og einkenni hitaformunartækni:
  • Notuð er þunn hitaþjál plastfilma. Plastfilma er hituð áður en hún er mótuð.
  • Hægt er að framleiða einföld form með umtalsverðum afköstum.
  • Formuð vara hefur ekki samræmda þykkt.
  • Merking vöru þarf að eiga sér stað eftirá.
  • Auðvelt er fyrir notanda að merkja vöru sína að vild.
  • Kostnaður er hóflegur þegar um er að ræða umtalsvert magn.

Séróskir

Ert þú með hugmynd sem þú vilt þróa og hrinda í framkvæmd?

Við erum alltaf til í að heyra nýjar hugmyndir. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig.

Tölum um gæði og 100% endurvinnanlegar umbúðir